HÖFUÐBORGARLISTINN

Vinnum dagsverkið  

Höfuðborgarlistinn býður fram til borgarstjórnarkosninga árið 2018. Flokkurinn er þverpólitískur og koma frambjóðendur listans úr öllum stéttum þjóðfélagsins.

STEFNUMÁL

Húsnæðisstefna

Höfuðborgarlistinn ætlar að byggja 10.000 íbúðir á kjörtímabilinu í Grafarholti, Úlfarsárdal, Grafarvogi, Norðlingaholti og á Kjalarnesi. Við ætlum að hefja skipulag íbúðarbyggðar á Geldinganesi í framhaldi. Einstök húsnæðisstefna verður sérsniðin fyrir einstaklinga og ungt fólk sem er kaupa sína fyrstu íbúð. Þau sértæku úrræði eru 2-3000 íbúðir sem verða byggðar sem fyrst til að svara eftirspurn. (frh)


Fjölskyldustefna

Forgangsröðun systkina í leikskólum og systkinaafsláttur. Heimgreiðslur fyrir foreldra sem vilja vera heima með börnin til 2ja ára aldurs. Öll börn sem hafa náð 18 mánaða aldri tryggð leikskólavist. Fjölskyldukort sem tryggi öllum börnum aðgang að íþróttum, tómstundum og tónlist.


Umhverfisstefna

Höfuðborgarlistinn ætlar að hreinsa borgina og hafa mengun alltaf undir viðmiðunarmörkum. Við viljum koma í veg fyrir að skolp renni óhindrað meðfram ströndum höfuðborgarinnar og munum fara í fyrirbyggjandi aðgerðir hvað þessi mál varðar. Vatnsverndarsvæði Reykjavíkur verða sett á sérstaka vakt, til að tryggja að íbúar hafi alltaf aðgengi að hreinu og ómenguðu drykkjarvatni.  Lagning og efnisval við malbikun stofnbrauta verður skoðað sérstaklega. Unnið verður með helstu sérfræðingum landsins á sviði umhverfismála til að tryggja íbúum borg án mengunar.


Samgöngur

Höfuðborgarlistinn ætlar að fjölga hringtengingum í stofnkerfinu, bæta við undirgöngum, kanna möguleika á gangnagerð og byggja mislæg gatnamót, til að hægt sé að létta á umferð um umferðarþyngstu götur og gatnamót borgarinnar.

Sundabraut verður sett í algjöran forgang til að tengja Kjalarnes og Grafarvog við miðbæ borgarinnar auk þess sem tenging milli Skerjafjarðar og Kársness verður útbúin á kostnað Kópavogsbæjar.

Eflum samgöngur með minni umhverfisvænum vögnum sem ganga á 5-7 mínútna fresti. Frítt i strætó fyrir þá sem stunda nám á framhalds og háskólastigi.


Menntamál

Treysta innviði í menntamálum og valdefla kennara. Reykjavíkurborg mun leggja sitt af mörkum til að efla samstarf atvinnulífs og efstu bekkja í grunnskólum Reykjavíkurborgar og samræmist aðal námsskrá, með sama hætti verði aðgengi nemenda að framhaldsskólum elft.  Víkka sjóndeildarhring nemenda t.a.m til iðnnáms, lista og vinnu.  Aukum hamingju og lýðheilsu nemenda og kennara. Matur í skólum verði næringarríkur, hollur og góður. Eflum hæfileikafólk og þá sem minna mega sín á hvaða sviði sem er og efla íþróttir  og hreyfingu daglega og tómstundir við alla skóla.

 

Umhverfisstefna

Höfuðborgarlistinn ætlar að hreinsa borgina og hafa mengun alltaf undir viðmiðunarmörkum. Við viljum koma í veg fyrir að skolp renni óhindrað meðfram ströndum höfuðborgarinnar og munum fara í fyrirbyggjandi aðgerðir hvað þessi mál varðar. Vatnsverndarsvæði Reykjavíkur verða sett á sérstaka vakt, til að tryggja að íbúar hafi alltaf aðgengi að hreinu og ómenguðu drykkjarvatni.  Lagning og efnisval við malbikun stofnbrauta verður skoðað sérstaklega. Unnið verður með helstu sérfræðingum landsins á sviði umhverfismála til að tryggja íbúum borg án mengunar.


Höfuðborg landsins

Höfuðborgarlistinn leggur áherslu á að Reykjavík sinni hlutverki sínu sem höfuðborg landsins alls, þannig að eftir því verði tekið. Reykjavík mun aftur verða stolt allra landsmanna, hrein, fögur, umhverfisvæn og örugg. Við viljum hafa flugvöllin í Vatnsmýrinni, teljum  það mikið öryggismál og tryggja þannig verslun og viðskipti og góð samskipti við alla landsmenn. 


Skipulagsstefna

Skipulagsmál verða að vera íhaldssöm, unnin til lengri tíma í sátt við íbúa. Borgarbúar og fyrirtæki í borginni eiga rétt á að búa við stöðugt skipulag og öryggi, með framtíð í huga.