HÍFUđBORGARLISTINN

Vinnum dagsverki­  

BLOGG


view:  full / summary

Hundar Ý ReykjavÝk

Posted on May 25, 2018 at 4:05 PM Comments comments (1)


Höfuðborgarlistinn er þverpólitískur flokkur og sem tekur á flestum málum samfélagsins og er með hund í framboði án þess þó að hann sé skráður á listann. Eigandinn sem er í framboði hefur lengi fylgst með málefnum hunda í Reykjavík og haft margt um þau að segja. Enda hefur greinin sem send var út í dag legið lengi hjá okkur ókláruð.  En í dag sendum við hana frá okkur af því að við viljum taka á málefnum hunda í Reykjavík með ábyrgum hætti. Vellíðan hunda skiptir okkur máli og hamingjusamur hundur er góður félagi.

* Fallega hönnuð afgirt svæði með vatni og bekkjum.

* Lækka nýskráningargjöld og samræma árgjöld með öðrum sveitafélögum

* Eigandi tryggir sjálfur

* Allir hundar skráðirFundur um mßlefni kennara Ý LaugalŠkjaskˇla

Posted on May 15, 2018 at 5:25 AM Comments comments (0)


Oddviti Höfuðborgarlistans sat fund Kennarafélags Reykjavíkur um kjör og launamál kennara.

Kennarar eru að deyja út og mönnun í stéttinni er of lítil til að viðhalda því kennslustigi sem ætlast er til skv. menntastefnu ríkisins og fyllt er uppí tómið með leiðbeinendum. Reykjavíkurborg er ekki að fá næg framlög frá ríkinu til að sinna þeim kröfum sem menntastefna ríkisins setur á skólana.  Við hjá Höfuðborgarlistanum sjáum að kennara nýtast vel á öllum sviðum samfélagsins og eru eftirsóttir starfsmenn.  Þeir hafa val og eru ekki að vinna láglaunastörf ef þeir komast hjá því. Hér eru markaðslögmálin um framboð og eftirspurn að verki, því við höfum frjálst val.

Við þurfum að taka höndum saman og laga þetta ástand.  Við vitum að menntun er grundvallarþjónusta í samfélaginu, við viljum að nemendur finni sig í náminu og kennarar njóti sín í starfinu. 

Höfuðborgarlistinn tók bæði krossapróf á fundinum og kosningapróf Rúv því við látum okkur málefni borgarinnar varða, einnig kennaranna.


A­ hringja ˙t

Posted on May 14, 2018 at 7:25 AM Comments comments (0)


Það er siður í kosningabaráttu að hringja út.  Hringt er út til allra aldurshópa sem geta kosið og talað um loforð, stefnumál, álitamál og hjartans mál. Öll mál skipta máli fyrir kosningar, enda er það tíminn þar sem stefnumál eru í öndvegi höfð og þar finna kjósendur hvar þeirra hjarta slær.

Höfuðborgarlistinn hringir út í Reykjavíkurborg og talar við íbúa borgarinnar um kosningamál.  Við viljum tala við íbúana og munum halda því áfram þegar við komum inn í borgarstjórn.


SamfÚlagi­ skiptir mßli

Posted on May 13, 2018 at 9:50 AM Comments comments (0)


Þessir ungu drengir komu á kosningaskrifstofuna í síðustu viku og vildu fræðast um stefnumál okkar.

Þeir hafa mikinn áhuga á málefnum borgarinnar og vilja taka þátt í að móta framtíð hennar.Gestir ß kosningaskrifstofu

Posted on May 13, 2018 at 9:20 AM Comments comments (0)

Þessir gestir mættu til okkar í gær í kaffi og komu með ís og köku með sér.

Það kom skemmtilega á óvart og gaman þegar ungir sem gamlir sýna framboðinu

okkar áhuga og vilja gefa af sér til okkar. Takk fyrir okkur :)


 

JafnrŠ­i frambo­a

Posted on May 9, 2018 at 6:35 AM Comments comments (0)


Það eru 16 framboð um 23 sæti í borgarstjórn, fjölbreytni framboða er mikill og er skýrt ákall um breytingar. 

Það sem við verðum að hafa í huga þegar líður að kosningum er að þeir sem hafa hæst eru ekki endilega þeir sem ætla að vinna fyrir fólkið í borginni.  Það kemur vel út á glæru að sýna hvernig borgin á að vera og uppbygging hennar.  En svo er ekki hlustað á íbúana sem eru kannski með aðrar þarfir.  Svo þegar líður að kosningum þá eru mál keyrð í gegn sem hafa hangið hreyfingarlaus inni í kerfinu og hvorki gengið né rekið að fá að vita um stöðu mála.  Borgin hefur tekið sér vald að stöðva framkvæmdir fyrir suma en svo fá aðrir að byggja og breyta, sérstaklega þeir sem eru í hótelbyggingum. Ég varð nokkuð hissa þegar ég sá forstjóra Reita á miðbæjarfundi í Ráðhúsi Reykjavíkur.  Þeir stýra víst uppbyggingunni í miðbæ Reykjavíkur og eru komnir með framtíðar útlitið.  Stórir kubbar með gluggum og svo HM,COS og fleiri merki, einnig var talað nokkrum sinnum um Armani og Rolex, þá er miðbærinn orðinn gjaldgengur, við komin með alþjóðlegt útlit.  Þá er orðið sama hvar við gögnum um miðbæi, getum verið hvar sem er í heiminum.

Við hjá Höfuðborgarlistanum viljum mannlega borg.  Við erum íhaldsöm í framkvæmdum en viljum horfa til framtíðar með hagkvæmar lausnir fyrir íbúa borgarinnar.

Gild frambo­ samkvŠmt Yfirkj÷rstjˇrn

Posted on May 6, 2018 at 4:35 PM Comments comments (0)Það verða 16 framboð sem bjóða sig fram til sveitastjórnakosninga 2018.

Höfuðborgarlistinn er númer 6 í  röð framboða og við fengum H (ið) staðfest í dag kl. 16.00

http://www.visir.is/g/2018180509329/einn-frambjodandi-afmadur-af-lista

Þetta eru nýjir og spennandi tímar og við þökkum fyrir það traust og þá velvild sem við höfum fundið í garð Höfuborgarlistans og stefnumála okkar.

Yfirkj÷rstjˇrn Ý Rß­h˙si ReykjavÝkur

Posted on May 4, 2018 at 5:30 PM Comments comments (0)


Höfuðborgarlistinn fór í Ráðhúsið í dag og skilaði inn meðmælendalistunum og núna kom frétt um það að við erum komin með (H)

Er Vísir fyrstur með fréttirnar??


http://www.visir.is/g/2018180509489/11-frambod-skiludu-inn-listum-i-reykjavik-i-dag


Lofi­ fŠr...

Posted on May 3, 2018 at 5:15 PM Comments comments (0)


Starfsmaðurinn sem sagði upp um leið og hann frétti af 20% launahækkun forstjóra Hörpu. 

Deildin hans hafði tekið á sig launalækkun út af slæmum rekstri fyrirtækisins. 

Það þarf forstjórinn ekki að gera.


Rß­h˙s ReykjavÝkur

Posted on May 3, 2018 at 3:45 PM Comments comments (0)


Björg Kristín Sigþórsdóttir borgarstjóraefni Höfuðborgarlistans mætti í dag á ráðstefnu Öryrkjabandalags Íslands í Ráðhúsinu í dag.

Farið var yfir öll helstu málefni fatlaðra og öryrkja.  Það voru mættir 11 frambjóðendur og var rætt um málefnin af mismikilli þekkingu. Þarna er fólk sem er búið að vinna með þessa málaflokka árum saman og slær sér á brjóst yfir þekkingu á málefninu en samt eru öryrkjar ekki að fá það sem þeir þurfa.

Í miðri umræðu komu góðu fréttirnar að samþykkt hefði verið í Borgarstjórn að greiða húsaleigubætur til þeirra sem ekki fengu af því að þeir voru búsettir í húsnæði Brynju.  Dómur Hæstaréttar var öryrkjum í hag 2016 en honum hafði ekki verið framfylgt.  Halldór Sævar varaformaður ÖBY fjallaði um þetta í lokaorðum ráðstefnunnar.  Hann talaði við borgarstjóra 2008 um þetta mál og taldi sig geta fengið þessa sjálfsögðu leiðréttingu í gegn í samtali við borgarstjóra. En nei það gekk ekki og við tók margra ára málarekstur sem dæmdi örykjum í hag.  Öryrkjar þökkuðu fyrir að það eru kosningar í vor, annars væri ekkert búið að gera í þessu máli.

Það eru þessar hindranir sem eru óþurftar í okkar litla samfélagi.  Það er ekki vilji til að leysa málin á einfaldan hátt.  Það þarf að búa til nefndir og málarekstur til að þæfa málin.

Það er ljóst við við erum mörgum árum á eftir hinum Norðurlöndunum í þjónustu við fatlað fólk.  Nýju lögin um NPA, notendastýrða persónulega aðstoð er leið til að bæta daglegt líf og sjálfræði þeirra sem fá samning og er borgin búin að samþykkja nú þegar 77 slíka samninga.

Vonandi mun hún samþykkja fleiri svona samninga en verðið er um 7 milljónir á ári,  þessi þjónusta mun létta mjög mikið á allri heimaþjónustu borgarinnar og einfalda líf þeirra sem fá þessa þjónustu, því þeir ráða sjálfir hverjir vinna þessa vinnu fyrir þá.Rss_feed