HÖFUŠBORGARLISTINN

Vinnum dagsverkiš  

BLOGG


view:  full / summary

Skuldir borgarsjóšs

Posted on May 2, 2018 at 4:50 PM Comments comments (0)


Það er orðið ljóst af skuldasöfnun Samfylkingarinnar síðastliðin 8 ár að borgarsjóður mun eiga í erfiðleikum að framkvæma þá almennu þjónustu sem íbúar borgarinnar vilja fá frá Reykjavíkurborg sem þjónustufyrirtæki.

Í vetrarlok þá er svifryksmengun í borginni, 1600 börn eru að bíða eftir leikskólaplássi,  nýting á strætó er ekki með besta móti, leikskólakennara vantar til starfa og ljósmæður eru nýbúnar að fá undirritaða samninga, eftir að hafa verið samningslausar og ætla ekki að vinna aukavinnu. Íbúðamál eru í uppnámi í borginni af því að það eru bara byggðar íbúðir á dýrustu lóðum borgarinnar og ungt fólk sem er í húsnæðisleit hefur ekki efni á að kaupa íbúðir á 6-700.000 fermeterinn.  Íbúðar í miðbænum eru orðnir langþreyttir á því að bílaleigubílar taka stæðin þeirra, hótelbyggingar fylla út í lóðir þar sem áður stóð friðað hús með viðbættri umferð og skuggamyndun. Síðan hafa rútur og önnur þjónusta við ferðamenn tekið yfir þessa annars lágstemmdu miðbæjarmenningu og fólk sem hefur búið í bænum áratugum saman, vill ekki þennan átroðning. Við hjá Höfuðborgarlistanum viljum mannlega og góða borg og þessi mikla uppbygging í miðbænum hugnast okkur ekki.

P.s  Það væri gott að hafa bílastæðahúsin opin alla nóttina svo að fólk geti notað þau allan sólarhringinn, til hvers er annars þessi þjónusta, bara daggeymsla fyrir bíla?   Erlendis þá eru bílastæðahús notuð allan sólarhringinn.

Kosningarkveðja,

Sif Jónsdóttir, í 2. sæti Höfuðborgarlistans


Heimasķša

Posted on March 18, 2018 at 6:55 PM Comments comments (0)

Heimasíðan fer í loftiðRss_feed