HÍFUđBORGARLISTINN

Vinnum dagsverki­  

BLOGG

Rß­h˙s ReykjavÝkur

Posted on May 3, 2018 at 3:45 PM


Björg Kristín Sigþórsdóttir borgarstjóraefni Höfuðborgarlistans mætti í dag á ráðstefnu Öryrkjabandalags Íslands í Ráðhúsinu í dag.

Farið var yfir öll helstu málefni fatlaðra og öryrkja.  Það voru mættir 11 frambjóðendur og var rætt um málefnin af mismikilli þekkingu. Þarna er fólk sem er búið að vinna með þessa málaflokka árum saman og slær sér á brjóst yfir þekkingu á málefninu en samt eru öryrkjar ekki að fá það sem þeir þurfa.

Í miðri umræðu komu góðu fréttirnar að samþykkt hefði verið í Borgarstjórn að greiða húsaleigubætur til þeirra sem ekki fengu af því að þeir voru búsettir í húsnæði Brynju.  Dómur Hæstaréttar var öryrkjum í hag 2016 en honum hafði ekki verið framfylgt.  Halldór Sævar varaformaður ÖBY fjallaði um þetta í lokaorðum ráðstefnunnar.  Hann talaði við borgarstjóra 2008 um þetta mál og taldi sig geta fengið þessa sjálfsögðu leiðréttingu í gegn í samtali við borgarstjóra. En nei það gekk ekki og við tók margra ára málarekstur sem dæmdi örykjum í hag.  Öryrkjar þökkuðu fyrir að það eru kosningar í vor, annars væri ekkert búið að gera í þessu máli.

Það eru þessar hindranir sem eru óþurftar í okkar litla samfélagi.  Það er ekki vilji til að leysa málin á einfaldan hátt.  Það þarf að búa til nefndir og málarekstur til að þæfa málin.

Það er ljóst við við erum mörgum árum á eftir hinum Norðurlöndunum í þjónustu við fatlað fólk.  Nýju lögin um NPA, notendastýrða persónulega aðstoð er leið til að bæta daglegt líf og sjálfræði þeirra sem fá samning og er borgin búin að samþykkja nú þegar 77 slíka samninga.

Vonandi mun hún samþykkja fleiri svona samninga en verðið er um 7 milljónir á ári,  þessi þjónusta mun létta mjög mikið á allri heimaþjónustu borgarinnar og einfalda líf þeirra sem fá þessa þjónustu, því þeir ráða sjálfir hverjir vinna þessa vinnu fyrir þá.


Categories: None

Post a Comment

Oops!

Oops, you forgot something.

Oops!

The words you entered did not match the given text. Please try again.

0 Comments