HÍFUđBORGARLISTINN

Vinnum dagsverki­  

BLOGG

JafnrŠ­i frambo­a

Posted on May 9, 2018 at 6:35 AM


Það eru 16 framboð um 23 sæti í borgarstjórn, fjölbreytni framboða er mikill og er skýrt ákall um breytingar. 

Það sem við verðum að hafa í huga þegar líður að kosningum er að þeir sem hafa hæst eru ekki endilega þeir sem ætla að vinna fyrir fólkið í borginni.  Það kemur vel út á glæru að sýna hvernig borgin á að vera og uppbygging hennar.  En svo er ekki hlustað á íbúana sem eru kannski með aðrar þarfir.  Svo þegar líður að kosningum þá eru mál keyrð í gegn sem hafa hangið hreyfingarlaus inni í kerfinu og hvorki gengið né rekið að fá að vita um stöðu mála.  Borgin hefur tekið sér vald að stöðva framkvæmdir fyrir suma en svo fá aðrir að byggja og breyta, sérstaklega þeir sem eru í hótelbyggingum. Ég varð nokkuð hissa þegar ég sá forstjóra Reita á miðbæjarfundi í Ráðhúsi Reykjavíkur.  Þeir stýra víst uppbyggingunni í miðbæ Reykjavíkur og eru komnir með framtíðar útlitið.  Stórir kubbar með gluggum og svo HM,COS og fleiri merki, einnig var talað nokkrum sinnum um Armani og Rolex, þá er miðbærinn orðinn gjaldgengur, við komin með alþjóðlegt útlit.  Þá er orðið sama hvar við gögnum um miðbæi, getum verið hvar sem er í heiminum.

Við hjá Höfuðborgarlistanum viljum mannlega borg.  Við erum íhaldsöm í framkvæmdum en viljum horfa til framtíðar með hagkvæmar lausnir fyrir íbúa borgarinnar.

Categories: None

Post a Comment

Oops!

Oops, you forgot something.

Oops!

The words you entered did not match the given text. Please try again.

0 Comments