HÍFUđBORGARLISTINN

Vinnum dagsverki­  

BLOGG

Fundur um mßlefni kennara Ý LaugalŠkjaskˇla

Posted on May 15, 2018 at 5:25 AM


Oddviti Höfuðborgarlistans sat fund Kennarafélags Reykjavíkur um kjör og launamál kennara.

Kennarar eru að deyja út og mönnun í stéttinni er of lítil til að viðhalda því kennslustigi sem ætlast er til skv. menntastefnu ríkisins og fyllt er uppí tómið með leiðbeinendum. Reykjavíkurborg er ekki að fá næg framlög frá ríkinu til að sinna þeim kröfum sem menntastefna ríkisins setur á skólana.  Við hjá Höfuðborgarlistanum sjáum að kennara nýtast vel á öllum sviðum samfélagsins og eru eftirsóttir starfsmenn.  Þeir hafa val og eru ekki að vinna láglaunastörf ef þeir komast hjá því. Hér eru markaðslögmálin um framboð og eftirspurn að verki, því við höfum frjálst val.

Við þurfum að taka höndum saman og laga þetta ástand.  Við vitum að menntun er grundvallarþjónusta í samfélaginu, við viljum að nemendur finni sig í náminu og kennarar njóti sín í starfinu. 

Höfuðborgarlistinn tók bæði krossapróf á fundinum og kosningapróf Rúv því við látum okkur málefni borgarinnar varða, einnig kennaranna.


Categories: None

Post a Comment

Oops!

Oops, you forgot something.

Oops!

The words you entered did not match the given text. Please try again.

0 Comments