HÖFUÐBORGARLISTINN

Vinnum dagsverkið  

KOSNINGAR 2018

Kosið verður í Reykjavík 26 maí.  Kosningarétt hafa allir íslenskir ríkisborgarar skráðir með lögheimili í viðkomandi sveitarfélagi þremur vikum fyrir kjördag þ.e. 5 maí.

Kosningarétt hafa einnig erlendir ríkisborgarar danir, finnar, svíar og norðmenn sem hafa átt lögheimili hérna í 3 ár samfellt fyrir kjördag.

Aðrir erlendir ríkisborgarar sem hafa átt lögheimi hérna samfellt í 5 ár hafa einnig kosningarétt.

Námsmenn á Norðurlöndum geta nú tilkynnt Þjóðskrá Íslands rafrænt með eyðublaði K-101 að þeir ætla að kjósa. Skylda er að framvísa staðfestingu á námsvist. Makar námsmanna geta tilkynnt á sama hátt.


Næstkomandi laugardag 26. maí verður kosið í sveitarstjórnarkosningum. 

Undirbúningur hefur verið óvenju mikill þar sem framboðin eru mörg alls 16 og gott er að vera búinn að lesa um framboðin og velja sér staf áður en farið er á kjörstað.  Kjörstaður er venjulega í nánd við lögheimili.  Stjórnarráð Íslands er með upplýsingar á heimasíðunni (hér)


Enginn vill fara á kjörstað og skila auðu eða ógildum seðlum. Atkvæði er ógilt:

- Ef kjörseðill er auður
- Ef ekki er augljóst við hvaða lista er merkt eða ef ekki er augljóst hvort það sem stendur á utankjörfundarseðli geti átt við nokkurn af listum sem í kjöri eru
- Ef merkt er við fleiri listabókstaf en einn eða endurraðað er á fleiri en einum lista, eða fleiri en einn listabókstafur er á utankjörfundarseðli
- Ef áletrun er á kjörseðli umfram það sem fyrir er mælt eða ef einkennileg merki sem eru sett þar af ásettu ráði til að gera seðilinn auðkennilegan
- Ef annað en kjörseðill eru í umslagi með utankjörfundarseðli
- Ef kjörseðill er annar en sá sem kjörstjórn hefur úthlutað


BANNAÐ ER AÐ TAKA MYND AF KJÖRSEÐLINUM OG BIRTA Á SAMFÉLAGSMIÐLUM.


TIL HAMINGU MEÐ DAGINN REYKVÍKINGAR - NJÓTUM DAGSINS  OG SETJUM X VIÐ H